Grímsholt 10 parhús 10, 250 Garður
47.900.000 Kr.
Parhús
4 herb.
166 m2
47.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2018
Brunabótamat
0
Fasteignamat
4.510.000

Erum ekki með opin hús á eignum þessa dagana en bjóðum uppá einkasýningar. Pantaðu fyrirfram bókaðann tíma í einkaskoðun í síma  7737617  Sigrún Ragna  
Afhendist við kaupsamning:
Grímsholt 10  250 Garður.      Húsið afhendist fullklárað að utan sem innan. Innréttingar eru frá HTH,  parket á gólfum,nema votrýmum eru flísar, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf
Þrjú svefnherbergi, baðherbergi,eldhús,borðstofa,stofa,þvottarhús,anddyri.  Innangengt í bílskúr flísar á gólfi rafdrifinn bílskúrshurð...
 

Samkvæmt FMR er fasteignin Grímsholt 10 skráð 166,8m2 og þar af er íbúðarrými 140,8m2 og bílskúr 26m2.

Bókið skoðun Sýni samdægurs Sigrún Ragna löggiltur fasteignasali sími 7737617  sigrun@tingholt.is


Eignin samanstendur af anddyri, sjónvarpsholi, 3 svefnherbergjum,  baðherbergi,  eldhúsi, borðstofu, stofu, þvottahúsi og bílskúr.

Forstofa:  Físalagt gólf. Skápur
Alrými.  Samanstendur af eldhúsi, borðstofu og stofu. 

Eldhús. Eldhúsinnrétting frá HTH, AEG eldhústæki, parket á gólfi.

Sjónvarpshol:  Stórt og rúmgott rými. 

Stofa. Stór björt stofa, parket á gólfi og innfelld lýsing í lofti. Borðstofa. Parket á gólfi, innfelld lýsing í lofti.

Baðherbergi:  Flísalagt í hólf og gólf.  Vegleg innrétting og sturta.

Hjónaherbegi: Með rúmgóðum fataskáp og útgengt er er út á baklóð þar sem gert er ráð fyirir heitum potti. Parket á gólfi.

2 svefnherbergi:  Rúmgóð herbergi með fataskápum og parket á gólfum. 

Þvotttahús.  Innrétting, flísar á gólfi og innangengt í bílskúr.

Bílskúr.  Með rafdrifnni bílskúrshurð epoxý á gólfi.
Eii​gnin afhendist, með steyptu bílaplani, stéttum og tyrftri lóð.

Undirstöður eru staðsteyptar sem og botnplata, sökklar og botnplata eru með 75mm frauðplasteinangrun
Útveggir eru úr timburstoðum sem klæddar eru með krossvið,vindpappa, loftunargrind og standandi skarklæðningu. Veggir eru einangraðir með 150mm steinullareinangrun.

Þök eru hefðbundin tvíhalla timburþök með kraftsperru, loftunargrind, klædd með borðaklæðningu 28x95mm, þakpappa, og báruðu aluzinki.
Þakkantur er klæddur að framan og undir, þakrennur og niðurföll eru út lituðu áli.
Allir berandi milliveggir eru úr timburstoðum einangraðir og klæddir gifsi nema á baðherbergjum þar eru stoðir með 30cm bili og klæddar með rakaheldu gifsi.
Allir innveggir eru klæddir með spónaplötum undir gifsklæðningu.
Loft í stofu, eldhúsi, herbergjum, forstofu, böðum, þvottahúsi, bílskúr og geymslu eru klædd með lagnagrind og klædd með gifsi, loft í baðherbergjum eru klædd með rakaheldu gifsi.

Gluggar eru úr furu en útihurðir eru úr furu/oregonpine og eru settar í eftir á, bílskúrshurð er flekahurð. Tvöfallt TopN+ gler er í öllum gluggum og hurðum. 


Suðurnesjabær er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf.Öll íþróttaaðstaða í Suðurnesjabæ er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Suðurnesjabæ og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi. 

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.