Vesturbrún ( hótel flúðir ) 1, 845 Flúðir
Tilboð
Atvinnuhús / Hótel / Gistiheimili
32 herb.
2701 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1970
Brunabótamat
591.950.000
Fasteignamat
202.250.000

Fasteignasalan Þingholt ehf. kynnir í einkasölu eignina Vesturbrún 1, 845 Flúðir, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 220-3175 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Vesturbrún 1 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 220-3175, birt stærð 2701.4 fm.

Hótel Flúðir
Um er að ræða hótel- og veitingahús í fullum rekstri á ægifögrum stað á Suðurlandi stutt er í alla afþreyingu. Gisting er fyrir um 64 gesti í 32 herbergjum. Stór og góður veitingasalur ásamt fundarherbergi sem nýtt er líka sem veitingasalur ásamt minni sal sem nýttur er fyrir morgunverðarhlaðborð.  Hótelið er með fullt vínveitingaleyfi, ásamt gistileyfi. Eldhús fullbúið með góðum og nýlegum tækjum og öllu því helsta sem til þarf t.d. kæli-frystiklefum. Af öðrum búnaði þá fylgir allt leirtau dúkar og lín fyrir herbergi . Hótelið sem er steinsteypt er m2.701.4 fm að stærð og byggt árið 1970 og síðar... Ótal möguleikar eru til að auka afþreyingu ferðafólks á svæðinu, og má í því skyni nefna Gömlu laugina – elsta laug landsins, golfvöllur sem er einn af vinsælustu golfvöllum á Íslandi. Eignin býður upp á ýmsa möguleika, til að mynda væri hægt að bjóða upp á móttöku hópa til fundar og hópeflis að vetri til og einnig er aðstaða tilvalin fyrir námskeiðahalds og ættarmót, stóra sem smá hópa svo fátt eitt sé nefnt.   Í garðinum sem er í miðju hótelsins sem öll er á einni hæð er fallegur garður með heitum pottum og stórri verönd sem nýtt er fyrir gesti.  Á góðviðris dögum eru seldar veitingar úti við. 
https://www.icelandairhotels.com/is/hotel/sudurland/icelandair-hotel-fludir/hotelid
 
Nánari lýsing
Aðkoman að hótelinu er mjög snyrtileg og þægileg fyrir stór sem smá faratæki, bílastæði með hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla
Gengið er inn í anddyri og þaðan inn í rúmgóða gestamóttöku sem einnig er nýtt sem setustofa og þar innaf er morgunverðasalur og fallegur fundarsalur. 
Frábært útsýni úr veitingasal..................
Hótelið skiptist í 2 álmur sem eru hvor um sig með 16 herbergjum.
Herbergin eru fallega innréttuð og útbúin öllum þeim þægindum sem búast má við á gæðahóteli. Öll herbergin hafa aðgang að hótelgarðinum og um helmingur herbergja snýr út í hótelgarðinn.
Byggingarréttur fyrir 22 herbergi til viðbótar er samþykktur og eru frumteikningar fyrir stækkun á hótelinu fyrir hendi.
Verið er að selja einkahlutafélagið sem á eignina og rekur hótelið.

Nánari upplýsingar veita Úlfar Þór Marinósson s:8548800, tölvupóstur ulfar@tingholt.is eða Stefán Antonsson , í síma 6607761, tölvupóstur stefan@tingholt.is

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.