Enni 1, 540 Blönduós
Tilboð
Einbýli
7 herb.
972 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1980
Brunabótamat
129.390.000
Fasteignamat
38.365.000

Sveitasetur til sölu  
Þingholt fasteignasala kynnir:
 
Enni 1, einstök eign í útjaðri Blönduósbæjar
Um er að ræða 15200m2 lóð með mikinn húsakost, íbúðarhús ásamt hesthúsi og útihúsum, birt stærð samtals 972m2.
Íbúðarhúsið er á tveimur hæðum með aukaíbúð og tvöföldum bílskúr. Birt stærð íbúðarhúss er 288.8 fm. á jarðhæð eru 2-3 herbergi, eldhús, salerni með sturtu og þvottahús auk bílskúrs með stæði fyrir tvo bíla og góðri geymslu. Á efri hæðinni er aðalíbúðin sem telur 4 svefnherbergi baðherbergi, stóra stofu og borðstofu, eldhús með borðkrók og búr innaf. Eignin hefur nýlega verið tekinn gegn að stórum hluta og skipt út gólfenum og hurðum, nýleg eldhúsinnrétting og nýtt baðherbergi ofl. Hluti af gluggum er nýlegur, stór og mikill sólpallur með heitum potti var smíðaður síðasta haust og hellulagt svæði að framanverðu. Hringstigi liggur á milli hæða og sér inngangur er á báðar hæðir því er einfalt að nýta allt húsið eða leigja út hluta.
Bæjarstæðið stendur hátt og húsið reisulegt með glæsilegu útsýni með allan sjóndeildarhringinn Húnaflói, Strandir og dýrðlegur fjallahringur frá vestri til austurs.
Hesthúsið er háreist eldra hús með stíum og básum fyrir 4-6 hesta á jarðhæð og hlöðulofti á efri hæð. Hér væri einnig hægt að gera skemmtilega íbúð eða útleigueiningu.
Fjárhúsið stendur spöl frá og er nýtt í dag til útleigu á stæðum eða geymslu fyrir farartæki og heyvinnsluvélar. Fyllt var í áburðargeymslu með möl og sett stór innkeyrsluhurð á gaflinn.
Hlaðan er háreist með með stórri innkeyrsluhurð og steyptu gólfi, hún er sambyggð fjárhúsum og er einnig nýtt til útleigu. Við hlið hlöðunnar standa útveggir af eldra fjárhúsi sem hugsanlega mætti endurbyggja.
Eignin er að mestum hluta í útleigu og gefur af sér góðar tekjur.
Í Nærumhverfi er hver veiðiparadísin af annari hvort sem þú vilt stunda vatnaveiðar eða laxveiðar í bestu veiðiám landsins eins og Vatnsdalsá og Laxá á Ásum ofl. ofl. 9 holu golvöllur er við dyragættina fyrir þá sem vilja slá bolta.
Blönduós:
Blönduós er fallegt bæjarstæði og stendur við ósa Blöndu sem rennur í gegnum bæinn, Blönduós er stærsti þéttbýlisstaðurinn við Húnaflóa og tengir saman suðrið og norðrið. Helsta atvinna á svæðinu er tengd þjónustu við landbúnaðinn og ferðamenn ásamt framleiðslu og léttum iðnaði. Mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarin misseri og hefur það skapað störf í hinum ýmsu iðgreinum eins og smíði, lagnavinnu og múrverki. Hér hefur verið ein mesta fjölgun íbúa á landsvísu síðastu ári. Blönduós er fjölskylduvænn staður, þar sem ekki eru biðlistar eftir dvöl á leikskólum né dvalarheimilum. Leikskólinn Barnabær er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 8 mánaða til 6 ára, boðið er upp á sveigjanlegan vistunartíma frá kl. 7.45 – 16.15. Grunnskólinn okkar er skóli “mannúðar, hreysti og visku”, í Blönduskóla eru tíu bekkjardeildir þar sem boðið er upp á skóla-máltíðir gegn mjög vægu gjaldi ásamt skóladagheimili sem er starfrækt frá 13-16. Á skólalóðinni standa skemmtilegir leikvellir fyrir alla aldurshópa, s.s. afgyrtur fótboltavöllur með gerfigrasi, körfuboltavöllur, skatepark, leikkastali og stærsti ærslabelgur landsins, ásamt íþróttamiðstöðinni og sundlauginni. Hér er mikið og virkt félagsstarf fyrir alla aldurshópa tengt íþróttum og öðrum skemmtilegheitum. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarfa. 
 
 
Nánari upplýsingar veitir Stefán Antonsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6607761, tölvupóstur stefan@tingholt.is, eða Úlfar Þór Marinósson í síma 8548800, tölupostur ulfar@tingholt.is

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Þingholt fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.

Þingholt fasteignasala hefur starfað frá árinu 1976 og starfa þar þaulreyndir sölumenn. Vantar allar gerðir eigna á skrá.
 
 
 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.